Frelsaðu pósthólfið þitt

Kynntu þér Thunderbird, hugbúnað fyrir tölvupóst, dagatal, og tengiliði sem hámarkar frelsi þitt.

Frelsi frá óreiðu

Eyddu minni tíma í að finna vafraflipa.

Hafðu aðgang að öllum skilaboðunum þínum, dagatölum og tengiliðum í einu hraðvirku forriti. Síaðu og skipuleggðu eins og þér hentar. Sýslaðu með alla aðganga hvern í sínu lagi eða í sameinuðu pósthólfi. Thunderbird einfaldar líf þitt.

Frelsi frá íhlutun

Markmið okkar er ekki falið. Það er að gera heiminn betri.

Thunderbird er fjármagnað með framlögum notenda. Við söfnum ekki persónulegum upplýsingum, seljum ekki auglýsingar eða laumumst til að þjálfa AI-gervigreindarkerfi með persónulegum samskiptum þínum. Thunderbird er hugbúnaður með opinn grunnkóða. Verandi hluti af Mozilla-fjölskyldunni ættirðu að geta treyst því að við setjum alltaf friðhelgi þína og öryggi í fyrsta sæti.

Frelsi til að nördast

Þú átt Thunderbird.

Thunderbird er sjálfgefið hreinlegt og glæsilegt, en auðvelt að sérsníða það til að passa við vinnuflæði og sjónrænar þarfir hvers og eins. Það er hlaðið einstökum og öflugum eiginleikum. Hér eru aðeins nokkrir slíkir sem fólk kann að meta:

Þetta sameinaða pósthólf hjálpar mér að halda sönsum jafnvel þegar er brjálað að gera. Ég mun aldrei framar skipta um tölvupóstforrit!
Max
Hugbúnaðarhönnuður, Austurríki
Ég fíla merkja-eiginleikann. Ég merki eitthvað sem mikilvægt og finn það alltaf í hvelli.
Juan
Tölvunarfræðingur, BNA
Þetta er fyrsta forritið sem ég set alltaf upp á öllum þeim tölvum sem ég á eða nota... Ég nota það á Windows, Mac og Linux.
Ernie
Stjórnandi upplýsingakerfa, Bretlandi
Að hafa möguleika á opnum hugbúnaði til að sækja og sýsla með tölvupóst... er frábært fyrir persónulega friðhelgi.
Rolando
Vefhönnuður, Kostaríka
[Thunderbird] gerir mig að eiganda tölvupóstsins míns.
Beegy
Verkfræðingur, BNA
Þú þarft að leita lengi til að finna forrit sem er útvíkkanlegra en Thunderbird!
Dom
Námsmaður, Bretlandi

Frelsaðu pósthólfið þitt

Ertu klár í að kunna aftur að meta tölvupóst?

Sjáðu hvað er næst á döfinni

Thunderbird heldur áfram að verða betri. Gerstu áskrifandi að fréttabréfinu okkar og fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum til að vera með puttann á púlsinum.