Þú hefur tvo kosti til að setja upp Beta-prófunarútgáfu: Valkostur 1 gerir þér kleift að keyra Beta samhliða stöðugri útgáfu af Thunderbird og Valkostur 2 uppfærir fyrirliggjandi uppsetningu.
- Keyra stöðugu- og Beta-útgáfurnar hlið við hlið (ráðlagt).
Thunderbird 102 og nýrri á Windows mun setja Beta-prófunarútgáfuna upp í eigin forritamöppu. Fyrir eldri útgáfur á Windows ættirðu að skoða aðstoðargreinina um prófunarútgáfur. Fyrir önnur stýrikerfi skaltu nota þá uppsetningaraðferð sem hentar stýrikerfinu þínu til að miða á tiltekna nafngreinda möppu.
Þetta val hefur þann kost að þvinga fram sérsniðið notandasnið fyrir hvert tilvik Thunderbird, sem gerir kleift að þú að bæði venjulega útgáfan og Beta-prófunarútgáfan geti unnið sjálfstætt. Þannig að þú getir:
- Ræst venjulega útgáfu Thunderbird (á meðan Beta-prófunarútgáfan er ekki í gangi) og mun hún nota "default" (eða default-release) notandasniðið.
- Ræst Beta-prófunarútgáfuna af Thunderbird (með venjulegu útgáfuna ekki í gangi) og hún mun nota default-beta notandasniðið. Við fyrstu notkun mun Thunderbird búa til default-beta notandasniðið og muntu verða beðin/n um að skilgreina reikningana þína. Ef þú þarft að flytja gögn úr venjulega notandasniðinu þínu yfir í Beta-notandasniðið, skaltu skoða aðstoðargreinina um Beta-prófunarútgáfur.
- Uppfæra fyrirliggjandi Thunderbird-uppsetningu þína í Beta-útgáfu.
Settu einfaldlega Beta-prófunarútgáfuna upp yfir fyrirliggjandi forritið þitt með því að nota sjálfgefna uppsetningarvalkosti. Prófunarútgáfan mun þá nota núverandi (venjulega) sjálfgefna notandasniðið þitt. Vegna þess að það notar sjálfgefna notandasniðið, gerir þetta val að verkum að erfiðara verður að skipta aftur yfir í venjulegu útgáfuna, ef þú vilt gera það í framtíðinni. Með öðrum orðum, þú ættir ekki að skipta fram og til baka á milli Beta-prófunarútgáfna og venjulegra útgáfna alltaf með sama notandasniðið.
Til að sjá mjög nákvæmar upplýsingar um báðar aðferðirnar, skaltu skoða aðstoðargreinina um Beta-útgáfur.