
Breytileg sameinuð verkfærastika
Supernova birtir eina breytilega verkfærastiku sem sýnir mikið notaða valkosti í samhengi við þann flipa eða Svæði sem er virkt. Taktu fulla stjórn með því að sérsníða verkfærastikuna og framsetningu glugga þannig að það passi fullkomlega við vinnuflæðið þitt.


Fallegar táknmyndir
Meira en bara endurhannað myndefni, Supernova kynnir til sögunnar fallegar táknmyndir með samræmdum stíl sem tilheyrir Thunderbird. Nýja hönnunin helst skörp upp á mynddíls-nákvæmni í öllum stillingum á þéttleika.


Auðveld stýring á þéttleika viðmóts
Vinnurðu með marga skjái og upplausnir? Supernova gerir þér kleift að velja fullkomnar stillingar á þéttleika og leturstærðir fyrir allt forritið, með bara einum smelli úr forritsvalmyndinni.








Nýir og raðanlegir möppuhamir
Supernova veitir þér meiri stjórn með flokkanlega möppuhami. Birtu öll merkin þín á möppuspjaldinu, kveiktu og slökktu á staðbundnum möppum, eða færðu eftirlætishluta möppustillinganna þinna upp og niður með einum smelli. Minna skrun, meiri afköst.


Nútímaleg spjaldasýn
Nýja spjaldasýnin í Supernova er okkar útgáfa af hinni vel þekktu lóðréttu framsetningu á skilaboðalistum, fullkomið fyrir fólk sem vant er nútíma vefpósti. Spjaldasýnin líkir eftir farsímalista með mörgum línum og býður upp á þægilegra útlit sem minnkar sjónrænt áreiti.






Endurbætt nafnaskrá
Supernova heldur áfram að endurbæta nútímalegu nafnaskrána sem kynnt var til sögunnar í Thunderbird 102. Þú munt njóta nýrrar reitasýnar, endurbætts breytingaglugga, eyðingarhnappa og betra aðgengis.


Aukið aðgengi
Supernova bætir verulega lyklaborðsflakk í Thunderbird og aðgengi skjálesara um allt í hugbúnaðnum. Við höfum líka útvíkkað til muna getuna til að flakka um í efni tölvupósts og aðra hnappa með því að nota TAB-dálklykilinn og örvahnappana.

Endurbætt hönnun dagatals
Sem hluta af áframhaldandi viðleitni til að nútímavæða og uppfæra Thunderbird-dagatalið kynnir Supernova endurbætta „lítill-mánuður“ framsetningu, endurbætur á reitasýninni fyrir dag/viku/mánuði, þægilegt litaval og ýmsar fleiri smávægilegar breytingar.


Meira á leiðinni!
Supernova er í stöðugri þróun. Yfir næsta árið ætlum við að gefa út margar endurbætur á fyrirliggjandi eiginleikum Supernova auk þess að kynna til sögunnar alveg nýja eiginleika. Uppfærðu í útgáfu 115 til að prófa framtíðina í Thunderbird!